Kjarabarátta

„Sæll“ sagði ég heldur kumpánlega við þennan heldur alvörugefna mann sem stóð gegnt mér. „Ertu ekki annars menntamálaráðherra?“ afréð ég að spyrja því að mig hafði lengið langað að ná tali af honum.  Ráðherrann starði eitthvað út í loftið og sagðist vera afar upptekinn. Hann dustaði ósýnilegt kusk af stífpressaðri skyrtuerminni og það rann upp fyrir mér hversu fölgult blómamynstrið sem skreytti kjólinn minn var líkt kuski.

Leave a comment