ég ligg endilöng í kjötborðinu
og fólkið streymir inn
til að skoða mig
þukla á mér
strjúka mér
mér er kalt í kjötborðinu
en kaupmaðurinn er strangur á svip
og segir mér að kvarta ekki
því þarna hafi mamma mín legið áður
möglunarlaust
og mamma hennar á undan
og mamma mömmu hennar
og mömmur…
ég rís upp við dogg í kjötborðinu
og bæti á varalitinn
Ljóðið birtist í ljóðabókinni Ég fór hvergi: sjálfhverf ljóð
Mynd: JGT

Leave a comment