Engin

Sigga virti Guðnýju fyrir sér: „Er það virkilega? Og hvað eru þau orðin gömul?“ Guðný kafaði ofan í fyrirferðarmikla handtöskuna, sem hékk á stólbakinu, og rótaði þar um stund. Dró síðan upp mynd af allri fjölskyldunni; uppstilltri fyrir framan bláan bakgrunn og lýsingin svo hárnákvæm og fagmannleg að augun glönsuðu. „Ó, hvað þetta er falleg fjölskylda!“ æpti Sigga og Guðný reyndi að dylja roðann sem læddist fram í kinnarnar. „En þú? Hvað átt þú mörg börn?“ Ég fann að spurningunni var beint til mín og vildi ekki vera ókurteis svo að ég sneri mér að henni með margæft bros á vör: „Engin.“ Sigga reyndi að halda munnvikunum stilltum, færði til kaffibollann á borðinu og fór að fitla við servíettuna.

Ljóðið birtist í ljóðabókinni Tásunum árið 2019
Mynd: JGT

Leave a comment