Ég hef ekki þrek
í druslugöngu
á hverjum einasta degi.
Einfaldara væri að biðja fólk
um að vanda mál sitt,
kenna því að nota ekki:
orð sem meiða, vanvirða, smækka,
uppnefna – orð sem svíður undan
því ljót orð verða ekki
tekin til baka.
Það er ekki hægt.
Það er hægt að segja
„fyrirgefðu“
en það er alltaf of seint.
Orð sem meiða eru eins og
meindýr, sníkill
sem borar sig inn undir húðina
vex þar og dafnar.
uns manneskjan er einungis
hýsill
svíðandi orða.
Ljóðið birtist í Metsölubókinni: Broddum
Mynd: JGT

Leave a comment