ég læt mig engu skipta þó að áður hafi verið ort um söknuð
það voru ekki mín orð
enda hef ég engan hug á því að yrkja um söknuð
ég vildi aðeins að einhver segði mér hvernig ég rata aftur heim
Ljóðið birtist í ljóðabókinni Ég fór hvergi: sjálfhverf ljóð
Mynd: JGT

Leave a comment