Blossinn og Týran

Blossinn

þegar sviti hans perlaði á lendum mér
fór reykskynjarinn í gang

Týran

Maður ræður víst ekki
sínum samastað
sagði hún
og leit á ókunnuga manninn
sem lá við hlið hennar

Ókunnugi maðurinn
svaraði engu
hann var ekki vanur því
að tala af sér

Ert þú sami maðurinn
og ég er búin að vera gift
í 18 ár?

Hann þrýsti út dálitlu lofti
milli varanna
bylti sér í rúminu
og sneri í hana rassinum

Nei, líkast til ekki
hugsaði hún
kreisti aftur augun

hún nennti ekki lengur
að beygja af
prumpaði undir sænginni
og sneri sér út í horn

Ljóðin birtust í ljóðabókinni Tásunum (2019)
Mynd: JGT

Leave a comment