Sumt finnst ekki í orðabókum

Eldhús er ekki aðeins rými.

Eldhús er lykt af soðinni ýsu og hamsatólg, kaffi og vindlareyk

Eldhús er fréttir ríkisútvarpsins með hljóðlátu undirspili amboða

Eldhús er kökumylsna á gólfi og heimilislegt tuð húsfreyjunnar

Eldhús er skvaldur og hlátrasköll gestkomanda í húðlituðum sokkum

Eldhús er orðaskak sem þéttir móðuna á einföldu glerinu

Eldhús er ástand

um pípulagnirnar streyma tilfinningar
á meðan tíminn stendur kyrr í borðkróknum

Ljóðið birtist í ljóðabókinni Tásunum (2019)
Mynd: JGT

Leave a comment