Fegurðardrottning
Það er til uppskrift að konu
sem enn er vinsæl
þrátt fyrir að liðin sé nær
hálf öld frá því
að bent var á að kona er manneskja
en ekki markaðsvara:
- Kona skal vera síðhærð til að unnt sé að greina hana betur frá karlkyni og lesbíum.[1]
- Kona skal helst vera með pakkagult, aflitað hár.
- Kona skal vera með svarbláar, kassalaga augabrúnir og nota vel af augnblýanti til að vera sem opineygust.
- Kona skal vera með nettan nefstubb en miklar og þrýstnar varir.
- Kona skal vera grönn en þrýstin, smágerð en mikil um brjóst, rass og mjaðmir.
- Kona skal vera undirleit, hæglát og almennt til friðs.
Sé farið vandlega eftir uppskriftinni má smíða fegurðardrottningu.
[1] Einnig heppilegt til að auðvelda körlum að draga þær á hárinu inn í helli sinn.

Leave a comment