Traffíkin í höfðinu

Mannshöfuð er nokkuð þungt
orti Sigfús Daðason um árið.
Það væri sök sér
ef þar væri íþyngjandi viskan
það er þó sjaldnast
þyngslin stafa af traffík
einkum:

  1. Fortíðardraugum sem ekki hefur tekist að kveða niður.
  2. Internettröllum sem virðast seint ætla að daga uppi.
  3. Tilfinningatúristum sem rata ekki aftur heim til sín.

Mynd: JGT

Leave a comment