Hjóm

Á dúnbleiku skýi

sitja þau öll

mamma, pabbi,

Ingiberg og Maddý

við langt, dekkað borð

drekka úr fíngerðum bollum

úr rósóttu kaffistelli

með litla fingur sperrtan

út í loftið

og kíma yfir bjástrinu

á jörðu niðri

Leave a comment