Mér sýnist stysta ljóð í heimi, sem hefur ratað í Heimsmetabók Guinness, vera þessi skemmtilegi bókstafur, eins konar ,,m” en með aukafót. Þegar leitað er eftir upplýsingum um stysta íslenska ljóðið er hins vegar fátt um fína drætti. Upp í huga minn kemur þekkt ljóð Andra Snæs Magnasonar sem er sjálfsagt með þeim styttri:
1 apríl
Marsbúinn
Fyrir ekki margt löngu var mér sagt að stysta íslenska ljóðið væri orðið ,,egg”, titill óviss, mögulega hinn sami, og höfundur ókunnur. Veit ekki meira um það, því miður.
Með þetta í huga, ásamt skort á frumlegri hugsun, reyndi ég að yrkja eitthvað stutt og laggó fyrir komandi fund minn í ljóðahópnum Tásum á föstudaginn var. Það var tekið að skyggja, fátt komið niður á blað og fundur boðaður kl. 10 morguninn eftir. Þemað að þessu sinni var draugur. Þá datt kellu í hug og vart annað hægt:
Draugur
BÚ!
Einnig mætti sleppa titli og láta lesandanum það alveg eftir að túlka ljóðið:
BÚ!
Ætli hér sé komið stysta íslenska ljóðið? 🙂

Leave a comment