Frá mér

Ég heiti Jóna Guðbjörg Torfadóttir og segi gjarna, líkt og Þórbergur Þórðarson forðum, að hver taug í líkama mínum sé heltekin af íslenskum fræðum. ​

Ég er íslenskukennari en þegar tóm hefur gefist til hef ég fengist nokkuð við ritstörf og sent frá mér sitt lítið af hverju.​

Þessi vefur er til þess gerður að skemmta mér á síðkvöldum en vonandi einhverjum öðrum sem kunna að villast hingað inn. Nú ef skemmtunin ferst fyrir, þá er leiðin héðan mjög greið í allar mögulegar áttir.

Á síðu þessa hafa bæst ýmsar bjargir til að styðja við nám í íslensku og er nýjasta viðbótin upplýsingar um Harvest skólana í Kenía en þá heimsótti kerlingin sumarið 2024.