Umsagnir
- Metsölubókin: Broddar
- Orkneyskar þjóðsögur
- Ævintýragarðurinn: Þar sem Ása, Signý og Helga koma hvergi við sögu
- Flísar
Metsölubókin: Broddar






Umfjöllun í tímaritinu 19. júní

Orkneyskar þjóðsögur
Ritdómur í Morgunblaðinu:

Fínn ritdómur birtist einnig í Kvennablaðinu og kerlingin fór í viðtal í Víðsjá og átti samtal við Sigurð Jón Ólafsson í þætti hans um Orkneyjar sem fluttur var í Rikisútvarpinu.
Ævintýragarðurinn: Þar sem Ása, Signý og Helga koma hvergi við sögu




„
Flísar
„Ég hef notað þessar örsögur í áfanganum Lýðræðisvitund og siðferði og finnst þær henta mjög vel í kennslunni. Þær taka vel á viðfangsefnum áfangans um siðferðileg álitamál, á borð við einelti, klám, kynlíf, misnotkun áfengis, jafnrétti kynjanna og samkynhneigð. Sögurnar eru einfaldar, bæði að málfari og uppbyggingu, og í þeim er reynt að setja sig í spor ungs fólks sem er að feta sig í frumskógi lífsins.
Mér finnast sögurnar höfða til aldurshópsins 16 – 18 ára. TIl þess að ná enn frekar til hópsins hef ég notað ítarefnið, sem er aftan við sögurnar og þá sérstaklega vídeóin, sem kveikjur að hópvinnu. Það er ágætt að stuða svolítið hópinn með því en um leið að koma krökkunum í gírinn. Síðan lesa þeir sögurnar, ræða þær saman í hópum og kynna svo niðurstöðurnar fyrir bekknum. Efnið er misjafnlega nálægt nemendum en flestum finnst það þó mjög nálægt veruleikanum og að svona geti einmitt gerst. Ég viðurkenni að ég vel svolítið efnið eftir hópum og best finnst mér að vera með blandaða hópa.
Mér fannst vanta svolítið efni á íslensku um íslenskar aðstæður og þetta efni uppfyllir það.
Semsagt: Klípusögur er tilbúið námsefni á íslensku sem gerast í íslensku samfélagi og fjalla um siðferðileg álitamál sem höfða til ungs fólks.“
Petrína Rós Karlsdóttir, kennari í lýðræðisvitund og siðferði í Menntaskólanum við Sund
„Ég prófaði að vinna með eina sögu í fyrra og gekk það vel. Nemendur áttu auðvelt með að setja sig inn í aðstæður og lifandi umræður mynduðust út frá sögunni.
Ég hef sjálf lesið sögurnar og tel þær mjög góðar til að fjalla um siðferðileg álitamál, en það er einmitt mikil þörf á slíku efni fyrir þennan aldurshóp.”
Lífsleiknikennari í Menntaskólanum við Sund (janúar 2015)
„Ég prófaði að vinna með eina sögu í fyrra og gekk það vel. Nemendur áttu auðvelt með að setja sig inn í aðstæður og lifandi umræður mynduðust út frá sögunni.
Ég hef sjálf lesið sögurnar og tel þær mjög góðar til að fjalla um siðferðileg álitamál, en það er einmitt mikil þörf á slíku efni fyrir þennan aldurshóp.”
Lífsleiknikennari í Menntaskólanum við Sund (janúar 2015)
„Við notum sögurnar þínar [Flísar] í lífsleikni – með góðum árangri. Núna gerðum við hópverkefni – þar sem hver hópur fékk eina sögu – greindi hana, endursagði og tíundaði boðskapinn. Hörkufínar umræður og nemendur tengdu algjörlega við efnið.“
Hanna Björg Vilhjálmsdóttir í Borgarholtsskóla