Harvest skólarnir í Kenía














Kenía er í austur-Afríku og liggur að Indlandshafi, milli Tansaníu og Sómalíu. Landið er rétt rúmir 580.000 ferkílómetrar að stærð og íbúar eru um 50 milljónir. Mikill fjöldi þeirra lifir undir fátæktarmörkum. Í Nairobi einni er talið að um tvær milljónir, eða um helmingur íbúa, búi við óviðunandi aðstæður.
Harvest skólarnir í Kenía gera fátækum börnum kleift að stunda nám og fá a.m.k. eina máltíð á dag. Íslenska barnahjálpin rekur skólana undir styrkri stjórn Þórunnar Helgadóttur. Ég var svo lánsöm að fá tækifæri til að heimsækja þessa skóla og kynnast aðeins starfsfólkinu þar og nemendum.

Við vorum þrettán talsins sem fórum utan, flest úr MS en einnig kennarar og heilbrigðisstarfsfólk frá öðrum vinnustöðum. Gunnhildur Gunnarsdóttir hélt utan um hópinn af mikilli röggsemi og alúð og úti tók Þórunn Helgadóttir og eiginmaður hennar, Sammi, okkur opnum örmum og dekruðu við okkur.