Við vorum þrettán talsins sem fórum utan, flest úr MS en einnig kennarar og heilbrigðisstarfsfólk frá öðrum vinnustöðum. Gunnhildur Gunnarsdóttir hélt utan um hópinn af mikilli röggsemi og alúð og úti tók Þórunn Helgadóttir og eiginmaður hennar, Sammi, okkur opnum örmum og dekruðu við okkur.