Harvest skólarnir í Kariobangi, Nairobi
Hverfið
Kariobangi er fátækrahverfi í norðausturhluta Nairobi. Þar býr líklega um hundrað þúsund manns en tölfræðin liggur ekki alveg ljós fyrir.
Í Kariobangi rekur Íslenska barnahjálpin Harvest skóla fyrir börn á aldrinum þriggja ára til tvítugs.
Skólinn er eins og vin í eyðimörk – skjól inni í miðju fátækahverfinu.









Skólinn
Í Harvest skólunum eru nú um 400 börn og unglingar. Ennfremur eru um 20 nemendur á aldrinum 20 til 25 ára í verk- og framhaldsnámi.
Öll börnin fá hádegismat í skólanum en að auki búa um 180 börn í heimavist og fá þar einnig morgun- og kvöldmat. Fjölskyldunum munar mjög um það því að ekki er alltaf matur á boðstólum inni á heimilunum.









Heimilin
Við heimsóttum heimili í fátækrahverfum Nairobi þar sem þörfin var mikil.
Fátæktin var gífurleg, búið var þröngt, allt af mjög skornum skammti og mæðurnar þurftu oftar en ekki að stunda vændi til að geta séð fyrir fjölskyldunni.Við ákváðum öll að styrkja börn til náms en hér er einföld leið til þess.









Móttökurnar
Hópurinn færði skólanum fartölvur, reiknivélar og fatnað og var honum fagnað vel með nemendasýningu sem stóð vel á þriðja tímann. Hún fór fram úti við enda veðrið með besta móti.
Nemendur dönsuðu, sungu og fluttu ljóð. Allir aldurshópar tóku þátt, gerðu þetta vel og greinilega nutu sín. Þetta voru ótrúlega fallegar móttökur og eftirminnilegar.
Lagið sem stúlkurnar syngja er á svahílí og kallast Jambo Bwana. Þetta er upprunalega kenískt lag sem hljómsveitin Them Mushroom sendi frá sér árið 1982. Lagið varð afar vinsælt og hafa fleiri hljómsveitir flutt það, þ.á.m. Boney M. Ein útfærsla er gjarnan sungin fyrir fjallgöngumenn þegar þeir koma niður af Kilimanjaro en það er einnig vinsælt að bjóða ferðamenn velkomna með þessum grípandi tónum. Upprunalega útgáfan er þessi:
