Kynhlutleysi

Hér verður leitast við að fjalla um kynhlutlaust mál á aðgengilegan hátt, gefin dæmi og reifuð ýmis sjónarhorn og viðhorf.

Orðið kynhlutlaus merkir einfaldlega að vera ekki bundin við kyn. Kynhlutlaust mál er því viðleitni til að nota tungumálið þannig að það vísi til allra kynja. Það sem hér fellur undir er þó af ýmsum toga, líkt og gerð verður nokkur grein fyrir á þessari síðu.

Efnisyfirlit:

  1. Karllægni tungumálsins
  2. (Karl)maður
  3. Starfsheiti
  4. Kynsegin
  5. Erlend tungumál
  6. Umræða og viðhorf

Sitthvað:

Umfjöllun í íslenskum fjölmiðlum
Sarpur

Þrjú kyn

Íslenskan er mjög kynjað mál og hvort sem gripið er til fornafna, lýsingarorða, sagnfyllinga eða töluorða þá skiptir kynið máli:

Málfræðilegt kyn helst ekki alltaf í hendur við lífræðilegt eða persónulegt kyn. Oft virðist þetta frekar tilviljanakennt:

Þegar að er gáð sést að karlkynið hefur ráðandi stöðu í tungumálinu. Því telja mörg íslenskuna vera ansi karllæga, hún feli í sér kynjamisrétti og mismuni ákveðnum hópum, t.d. konum og kynsegin fólki.

Karlkyn með tvö hlutverk
Karlkynsvera – hlutleysishlutverk

Karlkyn hefur í raun tvö hlutverk í málinu. Annars vegar vísar það til karlkynsvera en hins vegar hefur það ákveðið hlutleysishlutverk og er notað þegar vísað er til ótilgreinds hóps.

Hlutleysishlutverkið má rekja aftur til indóevrópsku þegar kynin voru einungis tvö, samkyn yfir lifandi verur og hvorugkyn yfir hluti. Þróunin varð sú að karlkynið leysti samkynið að nokkru af hólmi. Dæmin hér á eftir eiga því við öll kyn:

Fá kvenkynsorð eiga við öll kyn

Mun óalgengara er að sambærileg orð í kvenkyni eigi við öll kyn.

Þrátt fyrir að orðið hetja sé kvenkynsorð er oftar en ekki bætt við forskeytinu kven- þegar um konu er að ræða! Líkt er farið með hvorugkynsorðið skáld.

Karllægni tungumálsins er vissulega til staðar og getur verið til trafala:

Hvorugkynjun

Kvenkyn og kynsegin til hliðar

Myndin er tekin fyrir framan kvennaklefann í Seltjarnarneslaug

Kostir

Tungumál breytast enda er eðlilegt að þau endurspegli þjóðfélagið hverju sinni. Lög Alþingis styðja það sömuleiðis, sjá t.d. hér og hér. Það er fátt sem mælir gegn því að hvorugkynið taki að sér hlutleysishlutverk karlkynsins, annað en gamall vani:

Myndin er tekin í anddyri Fjölbrautaskólans í Ármúla.

Nafnorðið maður með tvö hlutverk
Karlmaður – manneskja

Nafnorðið maður hefur tvöfalda merkingu. Annars vegar hefur það merkinguna manneskja (karl eða kona) og hins vegar karlmaður.

Mörg nota orðið maður í merkingunni manneskja, sbr. karlmaður og kvenmaður. Ýmsar konur lögðu einnig áherslu á það í kvennabaráttunni á 8. áratug en það hélst í hendur við kröfur þeirra um að konur stæðu jafnfætis mönnum á öllum sviðum:

20 árum síðar fannst Kvennalistakonum hins vegar orðið maður ekki vísa til kvenna og settu sig t.d. upp á móti því að breyta orðinu manneskja í maður í lagagrein um þolendur kynferðisbrota:

Óákveðna fornafnið maður

Þá er vert að nefna einnig óákveðna fornafnið maður sem oftast er notað í óformlegu máli og getur vísað bæði til einhverrar ótilgreindrar manneskju eða manns sjálfs:

Ólétti maðurinn

Líkt og Eiríkur Rögnvaldsson hefur bent á þá nota konur sjaldan orðið maður um sjálfar sig og lýsa sér sjaldan með orðum sem enda á -maður. Þau eru líka fjöldamörg dæmin þar sem nafnorðið getur illa merkt konu – eða kvár:

Það hefur verið leitast við að skipta út orðinu maður fyrir konu, eða kvár, þegar kona, eða kvár, á í hlut.

Nafnorðinu maður skipt út
Karl og kerling í koti sínu

Þegar kynin eru aðskilin er oft talað um karla og konur en sumum finnst eðlilegra að hliðstæðurnar séu annars vegar karl og kerling og hins vegar maður og kona:

Leitast hefur verið við að skipta út orðinu maður fyrir t.d. manneskja eða fólk:

Óákveðna fornafninu maður skipt út

Þá fella sumar konur sig illa við óákveðna fornafnið maður og hafa skipt orðinu út fyrir konu eða hvorugkynsorðið man:

Kostir

Eiríkur Rögnvaldsson (2024) bendir á að þegar orðið maður vísi bæði til karla og kvenna sé það við ákveðnar aðstæður, líkt og í lagamáli. Annars sé sú merking á undanhaldi og hinn eðlilegi og sjálfgefni skilningur á orðinu sé karlmaður. Þá séu einnig mörg dæmi í fornu máli um að maður sé notað sem andstæða við konu og í fornsögum vísi eintalan maður nær alltaf til karlmanna:

Eiríkur nefnir fjölmörg dæmi þar sem orðið maður er notað um karlmann og sem andstæða við orðið kona. Þá bendir hann einnig á að þrátt fyrir áherslu Rauðsokka hafi máltilfinning almennings verið áfram sú að skilja orðið maður sem karlmaður. Það megi vel sjá í yngri textum.

Gallar

Orðið maður í merkingunni manneskja á sér langa hefð í opinberu máli og gæti því verið varasamt að ýta því til hliðar á þeirri forsendu að með notkun þess sé sérstaklega skírskotað til karla. Enn hefur ekki fundist orð án nokkurra vankanta til að nota í staðinn:

Enn önnur starfs- og þjóðarheiti eru mynduð með karlkynsviðskeytum, líkt og -ingur og -ari:

Afar fá starfsheiti eru í kvenkyni og þá eru þau jafnan notað einungis um konur:

Að sama skapi finnst mörgum starfsheiti sem enda á -maður eiga illa við konur og við því hefur verið brugðist með því að skipta út orðinu -maður fyrir -kona:

Einnig hefur verið gripið til orðsins man í starfsheitum til að leysa mann af hólmi:

Kostir

Það hafa ýmis starfsheiti verið sniðin betur að konum og fer vel á þeim mörgum enda hafa sum þeirra verið lengi í málinu:

Þetta ætti að reynast auðvelt í ljósi þess hversu fljótt starfsheitum í kvenkyni er breytt í karlkyn þegar karlar fara að flykkjast í stéttina:

Kynsegin (non binary) er haft um þau sem standa utan kynjatvíhyggjunnar. Sumt kynsegin fólk er bæði karlkyns og kvenkyns, annað fólk er hvorki karlkyns né kvenkyns eða skilgreinir ekki kyn sitt. Þetta getur því verið alls konar.

Þau sem skilgreina sig sem kynsegin nota því ýmis persónufornöfn, sum nota hann, önnur hún enn önnur kjósa að nota kynhlutlausa persónufornafnið hán, sjá nýyrði hér til hliðar. Þetta er einfaldlega persónulegt val hvers og eins sem ber að virða.

Persónufornafnið það – þau

Hvorugkyns persónufornafnið það þykir jafnan of gildishlaðið og getur falið í sér neikvæða eða niðrandi merkingu enda er það almennt ekki notað um manneskjur. Hins vegar kjósa sum að nota hvorugkyn í beygingum lýsingarorða:

Þó svo að persónufornafnið það þyki ekki heppilegt er fleirtalan þau í lagi enda er hún oft notuð til að vísa til fólks af báðum kynjum:

Þá er alls ekkert óalgengt að nota fleirtöluna þau um fólk sem er af blönduðu kyni þrátt fyrir að nafnorðið sé í karlkyni:

Nafnorðin kvár, stálp, bur og stórforeldri

Hýryrði eru nýyrði sem vísa til kynsegins fólks, á borð við nafnorð í hvorugkyni:

Kvár = kynsegin, fullorðin manneskja (sbr. karl, kona, kvár).
Stálp = kynsegin barn/ungmenni (sbr. strákur, stelpa, stálp).
Bur = kynsegin barn (samsvarar sonur og ​dóttir í eftirnöfnum).
Stórforeldri = kynsegin amma/afi.

Persónufornafnið hán

Önnur notkun orðsins er einnig að ryðja sér til rúms en það er að nota hán um manneskju sem við þekkjum ekki og vitum ekki af hvaða kyni er:

Kostir

Það er einfaldlega mannréttindamál að laga málið að veruleika kynsegin fólks eins og hægt er og því eru nýyrðin hér til hliðar sjálfsögð viðbót við málið sem öll ættu að geta tileinkað sér.

Gallar

Það getur tekið smá tíma að læra og tileinka sér þessi nýyrði en kynsegin fólk sýnir því yfirleitt umburðarlyndi ef fólk er á annað borð að reyna að nota þessi orð.

Ef fólki finnst snúið að fjalla um fólk í hvorugkyni þá er ágætt að hugsa til hvorugkynsorðsins skáld en það þykir mjög eðlilegt að segja t.d. að skáldið sé svangt, hæfileikaríkt, duglegt o.s.frv.

Fleiri tungumál

Í tungumálum á borð við ensku er málfræðilegt kyn nær hvergi nema í persónufornöfnum:

Kynhlutlaus persónufornöfn

Þriðja persóna fleirtalan they er mest notað af þeim fjölmörgu kynhlutlausu persónufornöfnum sem til eru í ensku:

Kynjuð orð

Flest nafnorð eru kynhlutlaus en þó ekki öll og t.d. er talsvert um starfsheiti með viðskeytinu -man. Sjá dæmi hér.

Fleiri tungumál

T.d. danska og sænska.

Kynhlutlausu fornöfnin í þýsku eru fjölmörg:

Kynjuð orð

Öll nafnorð í þýsku bera málfræðilegt kyn og virðist það oft mjög tilviljanakennt, eins og í íslenskunni: Gaffall (kk), hnífur (kk), skeið (kvk):

Fleiri tungumál

T.d. rómönsk mál og slavnesk.

Í heiminum eru töluð um 7-8000 tungumál. Í gagnagrunni WALS (World Atlas of Language Structures) eru 378 tungumál en þar af eru 254 án kynjaðra persónufornafna, eða 67%. Þessi tungumál eru hvítu doppurnar á myndinni.

Unga fólkið

Það eru ekki einungis konur og kynsegin sem finnst þörf á að draga úr karllægni tungumálsins. Málvitund ungs fólks almennt virðist vera að breytast:

Tekið af Facebookhópnum Málspjalli. Færsla frá 2024.

Eðlilegt að tungumál taki breytingum

Öll tungumál taka breytingum og laga sig að þjóðfélaginu hverju sinni. Íslenskan hefur haldið sér í mörgu og Íslendingar hafa verið stoltir af því að geta lesið Íslendingasögur nær hjálparlaust. Það er þó einkum út af íhaldssamri stafsetningu en hvað sem því líður er þetta að breytast og m.a.s. svo að ungt fólk í dag á orðið erfitt með að lesa og skilja sögur frá síðustu öld.

Þegar rætt er um kynhlutlaust mál þýðir það ekki að öllum sé skylt að temja sér það. Þau sem það kjósa geta auðvitað enn notað orðið maður um konu o.s.frv. Það amast fáir við því. Fleiri virðast hins vegar amast við kynhlutlausa málinu, kalla það ýmsum ónefnum eins og geldingu tungumálsins og nýlensku, og þá er jafnvel mikill hiti í fólki, líkt og t.d. mátti sjá þegar stjórnendur Menntaskólans við Sund ákváðu að boða til starfsfólksfunda í stað starfsmannafunda:

Það voru þó ekki öll andsnúin breytingunni og benti t.d. Eiríkur Rögnvaldsson á að það væri í raun ekkert að þessu orði. Það hafi verið til í málinu frá byrjun 20. aldar, samsetning þess væri eðlileg og það samræmdist fullkomlega íslenskum orðmyndunarreglum, þó svo að það sé ekkert mjög lipurt. Ný orð auðga málið segir Eiríkur og er óhætt að taka undir það með honum:

Hér má nálgast fleiri greinar og fréttir sem hafa verið skrifaðar um kynhlutlaust mál:

Mismunandi málvenjur

Líkt og fyrr segir kann það að vera ruglingslegt ef sum temja sér kynhlutlaust mál og nota til dæmis hvorugkyn fleirtölu en önnur halda sig við karlkynið til að gegna hlutleysishlutverkinu. Það má vel vera en líkt og Eiríkur Rögnvaldsson (2025) hefur bent á þá þolir tungumálið alveg að það séu mismunandi málvenjur í gangi samtímis.

Málvenja merkir, skv. íslenskri nútímamálsorðabók „algengt mál, venja í máli”. Alla tíð hafa verið mismunandi málvenjur í gangi í þjóðfélaginu. Þær geta t.d. verið mismunandi eftir aldurshópum, starsfvettvangi og landsvæðum og geta birst í mismunandi orðfæri, beygingum og framburði.

Nefna mætti málvenju þá útbreiðslu sem hefur orðið á því sem kallaðist þágufallshneigð, og þar áður þágufallssýki, t.d. að segja mér langar í staðinn fyrir mig langar. Annað dæmi er að það sem kallast jafnan borðtuska í Reykjavík þekkist mun betur undir nafninu bekkjarýja á Norðurlandinu. Þessi fjölbreytni í málinu heldur í því lífinu og gerir það skemmtilegra.

Tungumálið er valdatæki

Það hefur áhrif á upplifun fólks og viðhorf þegar karlkynið er jafn ráðandi í tungumálinu og raun ber vitni. Það síast inn, karlkynið, og kvenkynið verður útundan. Mörg eru trúlega orðin löngu vön þessu og taka jafnvel ekki eftir því. Þeim fjölgar þó sem það gera og finnst þetta heftandi, líkt og ég fann sjálf svo vel þegar ég horfði á kvennafótboltann um daginn en það er engu líkara en að það sé hreinlega ekki gert ráð fyrir að konur spili fótbolta.

Það er auðvelt að nefna dæmi um hvernig tungumálið getur haft áhrif á viðhorf okkar. Þá eru fjölmörg dæmi þess að orð hafi verið tekin, þau skrumskæld og notuð sem hnjóðsyrði. Orð eins og kerling hefur verið notað konum, og mönnum, til minnkunar, og nýlega hefur verið verið reynt að snúa upp á orðið vók (e. woke) og breyta því í skammaryrði.

Íslenska er sem fyrr segir karllægt tungumál og þar með er undirskipun kvenna innbyggð í málkerfið. Sum myndu segja að þetta væri eins konar málfræðileg kúgun, líkt og kemur fram í pistli Hildar Knútsdóttur (2013):

Það getur verið erfitt að tileinka sér breytingar og sömuleiðis getur verið erfitt að koma þeim við. Það er þó til mikils að vinna því þá er líklegra að tungumálið verði notað af öllum og eigi sér lengri lífdaga en ella. Það stafar engin ógn af kynhlutlausu máli. Eina mögulega ógnin við íslensku er enskan.