,,Sko, hérna”
Þátttökurannsókn um hikorð
(ath. forsíða hefur verið fjarlægð)
Inngangur
Rannsóknir voru framkvæmdar um notkun hikorða hjá fólki. Rannsakendur voru [Nafn nemanda], [Nafn nemanda] og [Nafn nemanda]. Rannsóknirnar fóru fram í heimahúsum þann 25. mars, [ártal]. Tilgangur og markmið rannsóknanna er að heyra og skoða betur notkun á hikorðum hjá mismunandi fólki.
Rannsóknarspurning: Hvaða hikorð er algengast?
Fræðilegur bakgrunnur
Hikorð eru orð sem þátttakendur í samtali nota til að gefa merki um að þeir séu að staldra við til að hugsa en séu ekki búnir að tala. Þetta eru því orð sem hafa komið sér inn í tungumálið og eru notuð til að koma í veg fyrir þögn í samtali. Hikorð innihalda yfirleitt enga sérstaka merkingu, en gefa í staðinn vísbendingar til hlustandans um hvernig þeir ættu að túlka það sem ræðumaður hefur sagt. Hikorð gera meira en að tefja málið, þau geta t.d. nýst fólki sem stamar til að komast yfir erfiða hjalla í málinu og útlendingum (Brynja Þorgeirsdóttir og Bragi Valdimar Skúlason, 2014).
Margar ástæður eru fyrir notkun á hikorðum en félagsfræðingar hafa bent á fimm meginástæður fyrir því. Þessar fimm meginástæður eru: að gera hlé til að gefa ræðumanninum tíma til að vinna úr hugsunum sínum, tala meira óbeint, nálgast viðkvæm viðfangsefni varlega, leggja áherslur á hugmyndir og veita vísbendingar um tilfinningar eða hegðun (Exploring Linguistic Fillers, 2018, 4. nóvember).
Hér færi einnig vel á að vísa í rannsóknir, ef og þegar þær eru til
Framkvæmd
Hlustað var eftir notkun á hikorðum hjá ýmsu fólki í heimahúsum. Skrifað var niður hvaða hikorð voru notuð og síðan unnið úr þeim. Í rannsókninni sem framkvæmd var af [nafn nemanda] voru þátttakendur tíu talsins. Af þessum tíu þátttakendum voru þrír karlmenn og sjö kvenmenn. Karlarnir voru 27 ára, 43. ára og 50 ára á meðan konurnar voru 12 ára, 16 ára, 18 ára, 25 ára, 27 ára, 39 ára og 50 ára. Í rannsókninni sem framkvæmd var af [nafn nemanda]voru þátttakendur sautján talsins. Af þessum sautján þátttakendum voru tveir karlmenn og fimmtán kvenmenn. Kvenmennirnir voru 17-18 ára á meðan karlmennirnir tveir voru 17 og 19 ára. Í rannsókninni sem framkvæmd var af [nafn nemanda]voru þátttakendur sautján talsins. Af þessum sautján þátttakendum voru tveir karlmenn og fimmtán kvenmenn. Allir kvenmennirnir voru 18 ára en karlmennirnir tveir voru 15 og 18 ára. Hjá öllum þessum þátttakendum var hlustað eftir orðum eins og „þúst”, „skilurðu”, „sko”, „hérna” og „þarna“. Hikorðin sem þátttakendurnir notuðu voru svo skráð niður og sett fram í töflum og kökuritum í niðurstöðukaflanum hér fyrir neðan.
Niðurstöður

Hér fyrir ofan er súlurit sem [nafn nemanda] vann með því að hlusta á þátttakendur tala. Þátttakendur voru sautján samtals og voru sextán af þeim 17-18 ára en einn 19 ára. Hægt er að sjá á súluritinu að algengasta hikorðið var orðið „sko“ en sjaldgæfustu hikorðin voru orðin „skilurðu“ og „heyrðu“.

Hér fyrir ofan er súlurit sem [nafn nemanda] vann með því að hlusta á þátttakendur tala. Þátttakendur voru sautján samtals og voru sextán af þeim 18 ára en einn 15 ára. Hægt er að sjá á súluritinu að algengasta hikorðið var orðið „sko“ en sjaldgæfasta hikorðið var orðið „þúst“.

Hér fyrir ofan er súlurit sem [nafn nemanda]vann með því að hlusta á þátttakendur tala. Þátttakendur voru tíu samtals. Einn 12 ára, 16 ára, 18 ára, 25 ára, 39 ára og 43. ára en tveir 27 ára og 50 ára. Hægt er að sjá á súluritinu að algengasta hikorðið var orðið „sko“ en sjaldgæfustu hikorðin voru orðin „skilurðu“ og „heyrðu“.

Hér fyrir ofan er kökurit með niðurstöðum úr öllum rannsóknunum saman. Eins og sést á kökuritinu er orðið „sko“ langalgengast á meðan orðið „uhmm“ var sjaldgæfast.
Í þessum kafla hefði einnig mátt fjalla aðeins um bæði kynjamun og aldursmun, þegar kemur að notkun hikorða
Lokaorð
Í þessari rannsókn var skoðuð notkun hikorða hjá fólki á ýmsum aldri. Rannsóknarspurningin var nokkuð einföld en hún var: „Hvaða hikorð er algengast?“. Hægt er að sjá svarið við þessari spurningu í niðurstöðukaflanum þar sem að orðið er hæst í öllum súluritunum. Algengasta hikorðið var orðið „sko“ en það voru nánast allir þátttakendur sem notuðu það. Með því að hlusta eftir hikorðum gerir maður sér meiri grein fyrir þeim og voru þau yfirleitt notuð í þeim tilgangi að koma í veg fyrir þagnir í samtölum eins og áður hefur verið nefnt.
Heimildaskrá
Brynja Þorgeirsdóttir og Bragi Valdimar Skúlason. (2014). Orðbragð. Reykjavík: Forlagið.
Exploring Linguistic Fillers. (2018, 4. nóvember). Sótt af https://www.nimdzi.com/exploring-linguistic-fillers/
Vantar viðauka með rannsóknargögnunum