Ásta Sigurðardóttir
,,- Þarna er sú seka, – skækjan. Hvernig áttu þær að geta skilið mig?”









Ásta
-Ásta Sigurðardóttir fæddist 1. apríl 1930 á Snæfellsnesi.
-Hún lést í Reykjavík árið 1971.
-Lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1950.
-Sótti myndlistartíma, þ.á.m. einkatíma hjá Jóhanni Briem.
-Sendi frá sér sína fyrstu smásögu 21 árs gömul.
-Fyrst kvenna til að senda frá sér smásögur sem kollvörpuðu hefðinni
Verk
Ásta skrifaði smásögur og ljóð sem hún birti fyrst í tímaritum:
1951 Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns
1951 Gatan í rigningu
1953 Í hvaða vagni
1961 sendi Ásta frá sér smásagnasafn með titlinum: Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns
1985 var gefið út safn allra smásagna sem vitað er til að Ásta hafi að fullu lokið við, auk úrvals ljóða hennar, með titilinum: Sögur og ljóð.
Umfjöllun um verk Ástu:
Ásta S. Guðbjartsdóttir. (2018, 22. mars). Ásta … „umdeildust allra listamanna.“ Bókaskápurinn.
https://bokaskapurastus.wordpress.com/2018/03/22/asta-umdeildust-allra-listamanna
Jóna Guðbjörg Torfadóttir. (2022, 2.apríl). Fyrsta #metoo sagan? Skáld.is. https://skald.is/greinar/209-fyrsta-metoo-sagan
Kristín Rósa Ármannsdóttir. (2017, 3.október). Ásta Sigurðardóttir: Líf hennar og list. Skáld.is.
https://skald.is/greinar/15-asta-sigurdardottir-lif-hennar-og-list-eftir-kristinu-rosu-armannsdottur
Vera Sölvadóttir (dagskrárgerðarkona). (2023, 26. ágúst). Helmingi dekkra en nóttin. Fyrri þáttur [útvarpsþáttur]. Sótt 12.
janúar 2024 af vefnum RÚV https://www.ruv.is/utvarp/dagskra/ras1/2023-08-26/5319389
Vera Sölvadóttir (dagskrárgerðarkona). (2023, 2. september). Helmingi dekkra en nóttin. Seinni þáttur [útvarpsþáttur]. Sótt
12. janúar 2024 af vefnum RÚV https://www.ruv.is/utvarp/dagskra/ras1/2023-09-02/5319390

Nýja smásagan
Um miðja síðustu öld urðu miklar breytingar á skáldsögum og ljóðum sem kenndar eru við módernisma. Smásagan tók einnig breytingum og hefur móderníska smásagan gjarnan kallast ,,nýja smásagan.”
Fram til þessa fjölluðu smásögur gjarna um einfara og utangarðsmenn en á sjötta áratug breytist þetta fórnarlamb í geranda og uppreisnarsegg sem velur sér þetta hlutverk og hafnar samfélaginu.
Fleiri einkenni nýju smásögunnar:
• Huglægari tjáning.
• Ímyndunarafl í stað viðtekinna hugmynda.
• Hugarástand í stað atviks.
• Lýsing á sálarlífi í stað ytri aðstæðna.
