,,- Þarna er sú seka, – skækjan. Hvernig áttu þær að geta skilið mig?”

  1. Ásta Sigurðardóttir
  2. Ásta
  3. Verk
  4. Nýja smásagan

-Ásta Sigurðardóttir fæddist 1. apríl 1930 á Snæfellsnesi.

-Hún lést í Reykjavík árið 1971.

-Lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1950.

-Sótti myndlistartíma, þ.á.m. einkatíma hjá Jóhanni Briem.

-Sendi frá sér sína fyrstu smásögu 21 árs gömul.

-Fyrst kvenna til að senda frá sér smásögur sem kollvörpuðu hefðinni

Á Skáld.is er hægt að lesa æviágrip Ástu.

Ásta skrifaði smásögur og ljóð sem hún birti fyrst í tímaritum:

1951 Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns 

1951 Gatan í rigningu

1953 Í hvaða vagni

1961 sendi Ásta frá sér smásagnasafn með titlinum: Sunnudagskvöld til mánudagsmorguns

1985 var gefið út safn allra smásagna sem vitað er til að Ásta hafi að fullu lokið við, auk úrvals ljóða hennar, með titilinum: Sögur og ljóð.

Umfjöllun um verk Ástu:

Ásta S. Guðbjartsdóttir. (2018, 22. mars). Ásta … „umdeildust allra listamanna.“ Bókaskápurinn.

https://bokaskapurastus.wordpress.com/2018/03/22/asta-umdeildust-allra-listamanna

Jóna Guðbjörg Torfadóttir. (2022, 2.apríl). Fyrsta #metoo sagan? Skáld.is. https://skald.is/greinar/209-fyrsta-metoo-sagan

Kristín Rósa Ármannsdóttir. (2017, 3.október). Ásta Sigurðardóttir: Líf hennar og list. Skáld.is.

https://skald.is/greinar/15-asta-sigurdardottir-lif-hennar-og-list-eftir-kristinu-rosu-armannsdottur

Vera Sölvadóttir (dagskrárgerðarkona). (2023, 26. ágúst). Helmingi dekkra en nóttin. Fyrri  þáttur [útvarpsþáttur]. Sótt 12.

janúar 2024 af vefnum RÚV https://www.ruv.is/utvarp/dagskra/ras1/2023-08-26/5319389

Vera Sölvadóttir (dagskrárgerðarkona). (2023, 2. september). Helmingi dekkra en nóttin. Seinni þáttur [útvarpsþáttur]. Sótt

12. janúar 2024 af vefnum RÚV https://www.ruv.is/utvarp/dagskra/ras1/2023-09-02/5319390

Um miðja síðustu öld urðu miklar breytingar á skáldsögum og ljóðum sem kenndar eru við módernisma. Smásagan tók einnig breytingum og hefur móderníska smásagan gjarnan kallast ,,nýja smásagan.”

​Fram til þessa fjölluðu smásögur gjarna um einfara og utangarðsmenn en á sjötta áratug breytist þetta fórnarlamb í geranda og uppreisnarsegg sem velur sér þetta hlutverk og hafnar samfélaginu.

Fleiri einkenni nýju smásögunnar:

• Huglægari tjáning.

• Ímyndunarafl í stað viðtekinna hugmynda.

• Hugarástand í stað atviks.

• Lýsing á sálarlífi í stað ytri aðstæðna.