Í bókmenntagreiningu felst:

  •  Lýsing á verkinu
  •  Túlkun
  •  Mat

Bókmenntagreining er verkfæri til að skilja bókmenntaverkið betur –

kafa

undir

yfirborðið

Form

Reglubundin hrynjandi
Ljóðstafir (stuðlar og höfuðstafur)
Rím
Ljóðlínur
Erindi

Ýmsir bragarhættir

Ferskeytla
Sonnetta
Fornyrðislag
O.s.frv.

Dæmi um ljóð

Smaladrengurinn

​Út um græna grundu
gakktu, hjörðin mín.
Yndi vorsins undu.
Ég skal gæta þín.

Sól og vor ég syng um,
snerti gleðistreng.
Leikið, lömb, í kringum
lítinn smaladreng​

(Steingrímur Thorsteinsson)


Hér má hlýða á textann við lag Gunnars Þórðarsonar, í flutningi Þórunnar Antoníu


Þegar nútíminn hóf innreið sína urðu til alls konar ljóð. Hér má hlýða á hljóðaljóð Eiríks Arnar Norðdahl.

Form

Óregluleg hrynjandi
Ekkert rím
Ekki hefðbundin ljóðstafasetning
(getur þó vel innihaldið ljóðstafi)

Dæmi um ljóð

​Sorgin

Sorgin var berrössuð stelpa
hljóp út og inn.
Nú er hún hætt því
ía úa æ ó​

Er orðin síðbrjósta kellíng
og neitar að fara.​

(Steinunn Sigurðardóttir)


Bein mynd
-Einfaldasta gerð myndmáls
-Myndræn lýsing á hinu sýnilega

Viðlíking
-Einhverju er líkt við eitthvað annað
-Þekkist á samanburðarorðunum:
eins ogsemlíkt og

Myndhverfing
-Einhverju er líkt við eitthvað annað án samanburðarorða
-Eitthvað er sagt vera eitthvað annað

Persónugerving
-Dauðir hlutir fá líf (lífgæðing)
-Lifandi eða dauð fyrirbæri fá mannlega eiginleika

Hlutgerving
-Á margan hátt andstæða persónugervingar.
-Það sem er lifandi fær eiginleika dauðra hluta.
-Hið óáþreifanlega verður áþreifanlegt.


Góðærisóður

Mikið er nú gaman
að vera verkamaður
og vinna allan daginn
og stundum fram á nætur,
og hafa’ ekkert að hugsa um,
og hafa nóg að éta,
og fara snemma á fætur,
svo frjáls og endurnærður

Ég hugsa til þess hrærður,
að hátekjumenn þurfa
að vaka veizlunætur
og vera á skrifstofunni
fram til þrjú og fjögur
frá því klukkan tíu.


Og þó þeir séu heima
(í húsunum sínum nýju)
er allt í þeirra ábyrgð,
og engu mega þeir gleyma,
og alltaf vera að reikna
og reksa um kaup og sölur
og rita háar tölur
og græða kannski miklu
minna en þeir áttu að gera.

Nei, þá er meira gaman
að vera verkamaður,
sæll og sífellt glaður,
og hækki ekki kaupið,
þeir hafa nóga vinnu
og hafa nóg að éta.


(Jón úr Vör. 1942)

Endurtekning
-Efnisleg endurtekning þar sem orð er endurtekið
-Hugsun endurtekin, stef og viðlög

Andstæða
-Oftast andstæð orð (andheiti) af sama merkingarsviði
-Í því felst samanburður til að skapa einhvern mun

Vísun
-Vísar til einhvers fyrir utan verkið og ætlast er til að lesandinn þekki það
-Getur verið eitt orð eða fleiri

Tákn
Orð eða hlutur sem táknar annað en sjálft sig:

Hluti fyrir heild
-Þegar aðeins hluti einhverrar manneskju, eða fyrirbæris, er nefndur í stað þess að nefna hana alla

Háð
-Þegar eitt er sagt en annað er meint
-Oft notað til að koma ádeilu á framfæri


Form

Í vorþeynum eftir Jón Helgason

Myndmál og stílbrögð

Á meðan brimið þvær hin skreipu sker
og skýjaflotar sigla yfir lönd
þá spyrja dægrin: Hvers vegna ertu hér,
hafrekið sprek á annarlegri strönd?

Það krækilyng sem eitt sinn óx við klett
og átti að vinum gamburmosa og stein
er illa statt og undarlega sett,
hjá aldintré með þunga og frjóa grein.

Hinn rammi safi rennur frjáls í gegn
um rót er stóð í sinni moldu kyr,
en öðrum finnst sig vanta vaxtarmegn
þótt vorið fljúgi í lofti hraðan byr.

Drýpur af hússins upsum erlent regn,
ókunnir vindar kveina þar við dyr.

Brimið þvær = persónugerving
Ský + flotar sem sigla = myndhverfing
Dægrin (dagarnir) spyrja = persónugerving
Þú = hafrekið sprek =persónugerving
Brim og haf = endurtekning
Hafrekið sprek kann að vera tákn fyrir ljóðmælandann sem er að heiman

Krækilyng á vini = persónugerving
Vinirnir eru gamburmosi og steinn = persónugervingar
Krækilyng – aldintré = andstæður
statt/ stóð/kyr = endurtekningar andstætt rennur/hraðan (3. er.) = endurtekningar 
Krækilyngið er trúlega tákn fyrir ljóðmælanda sem ólst upp á Íslandi en er nú erlendis.

Safinn rennur frjáls = myndhverfing
Rót stendur kyr = persónugerving
Öðrum [krækilynginu?] finnst sig vanta = persónugerving
Vorið fljúgi = myndhverfing
Fljúgi – sigla (1.er.) = andstæður

Regnið er erlent = myndhverfing (mögulega persónugerving)
Vindar eru ókunnir og kveina = persónugerving

Túlkun og bragarháttur

Jón Helgason dvaldi lengi í Danmörku, lærði þar og starfaði, og er því mögulega að fjalla um eigin upplifun.

Hafrekið sprek og krækilyng eru líklega tákn fyrir ljóðmælanda/skáldið.

Krækilyngið er í framandi umhverfi innan um erlendar plöntur og líður því illa. Sá sem hefur fest rætur nærist vel en öðrum, krækilyngið/ljóðmælandi, gengur verr að nærast þó svo að komið sé vor.

Allt er ljóðmælandanum ókunnugt, m.a.s. rigningin og vindarnir.

​•Bragarháttur er sonnetta af ensku gerðinni sem er samtals 14 ljóðlínur: 4+4+4+2 og geymir endarím.


alvitur.png
hlutlæg_edited.jpg

Þriðju persónu frásagnir

1) Alvitur höfundur/sögumaður
Hefur yfirsýn yfir allt sem gerist 
og sér í hug allra persóna – líkt og guð.

​2) Takmörkuð vitneskja höfundar/sögumanns
Sögumaður takmarkar vitneskju sína og yfirsýn
yfir atburði með því að sjá aðeins í hug einnar persónu
eða fárra.

​3) Hlutlaus frásögn höfundar/sögumanns
Hefur ekki yfirsýn þar sem hann sér ekki í hug 
neinna persóna. Allt er séð utan frá, líkt og í kvikmynd 
og ef lesandinn fær að sjá í hug persóna
er það algjör undantekning.

Fyrstu persónu frásögn

Sögumaður er sjálfur þátttakandi í atburðum sögunnar
sem ein af sögupersónum hennar, oft aðalpersónan.
Hann getur bara séð í eigin hug en ekki annarra.
Frásögnin afmarkast af sjónarmiði og skilningi sögumanns.


Sérhver skáldsaga er byggð sem ein heild:

  • Kynning aðstæðna
  • Flækja/átök
  • Ris
  • Lausn

Sögupersónur skiptast í tvo höfuðflokka:
    1) Aðalpersónur:
Þær persónur sem sagan fjallar mest um
Aðalþátttakendur í atburðarásinni og meginviðfangsefni sögunnar
    2) Aukapersónur:
 Gegna yfirleitt því hlutverki að varpa skýrara ljósi á aðalpersónur

Persónulýsingar geta verið tvenns konar:
    1) Beinar lýsingar:
Koma frá höfundi eða sögumanni
Geta átt við bæði útlit og lýsingar á innræti, framkomu og hegðun
    2) Óbeinar lýsingar (óáreiðanlegri):
Hegðun eða framkoma sögupersónu og/eða hvernig hún lýsir sér
Sambandið milli þess sem sögupersóna segir um sig og hvernig hún hagar sér
Skoðanir annarra og/eða framkoma við sögupersónuna


Captured by: Nikk Valentine

Innri tími:
Tíminn sem líður innan sögunnar

Ytri tími:
Almanakstími

Tímaeyða:
 Ákveðinn tími líður innan sögu án þess að fjallað sé um hann   


Náttúrulegt umhverfi:
Staðir (land, sveit, borg…)
Lýsingar á veðri (lýsa oft sálarástandi persóna)

Félagslegt umhverfi:
Þjóðfélagsleg staða persóna
Heilsufar persóna, málfar þeirra o.fl.

Tiltekin hugmynd eða viðfangsefni sem saga, leikrit og jafnvel ljóð fjallar um.
Hægt að skýra með fáeinum orðum, jafnvel bara einu

Dæmi: Vinátta og hugrekki – Bróðir minn Ljónshjarta
Ofbeldi leiðir af sér ofbeldi – Strákar sem meiða


Captured by: Nikk Valentine

Hér má nálgast rafbók um bókmenntahugtök:

Hugfinnur – handbók um bókmenntahugtök