Til er óhemju mikið magn af lesefni, glósum, útdráttum o.fl. til stuðnings Brennu-Njáls sögu. Stundum vill þó samhengið tínast þegar lagst er yfir einstaka atburði og verður því hér birt yfirlit yfir helstu atburði sögunnar, frá upphafi til enda.

Hér fyrir neðan má einnig finna bjargir sem geyma tengla á ýmislegt efni sem kann að koma að notum við lestur sögunnar.

  1. Forleikur
  2. Gunnars saga
  3. Njáls saga
  4. Bjargir
  5. Verkefni

1.-17. kafli

  1. Þáttur Hrúts (1.-8. kafli)
    • Þjófsaugun.
    • Friðill Gunnhildar konungamóður.
    • Giftist Unni Marðardóttur. Þau skilja.
    • Neitar að endurgreiða heimanmund, skorar Mörð á hólm.
  2. Fyrri hjónabönd Hallgerðar (9.-17. kafli)
    • Þjóstólfur er fóstri hennar.
    • Giftist Þorvaldi án hennar samþykkis.
    • Giftist Glúmi með hennar samþykki. Þau eignast Þorgerði.

18.-99. kafli

Mynd: Borgarbokasafn.is

  1. Kynning (18.-34. kafli)
    • Kaupa-Héðinn: Gunnar nær heimanmundi Unnar.
    • Unnur giftist Valgarði gráa og þau eignast soninn Mörð.
    • Utanferð Gunnars gerir hann frægan.
    • Gunnar giftist Hallgerði – Þráinn giftist Þorgerði Glúmsdóttur.
  2. Ósætti Hallgerðar og Bergþóru (35.45. kafli)
    • Hallgerður vill ekki vera nein hornkerling.
    • Húskarlavígin.
  3. Ósætti við Otkel (46.-56. kafli)
    • Ostastuldurinn.
    • Fyrsti bardaginn við Rangá.
  4. Ósætti við Egil og Starkað (57.-66. kafli)
    • Hestaatið.
    • Annar bardaginn við Rangá.
  5. Ósætti við Þorgeirana tvo (67.-74. kafli)
    • Ráð Marðar um að Gunnar drepi Þorgeir Otkelsson (vegi tvisvar í sama knérunn).
    • Þriðji bardaginn við Rangá.
  6. Fall Gunnars (75.-81. kafli)
    • Fögur er hlíðin…
    • Hallgerður hefnir fyrir kinnhestinn.
  7. Kári kynntur til sögu. Ósætti milli Þráins og Njálssona (82.-99. kafli)
    • Fall Þráins. Njáll fóstrar Höskuld Þráinsson.
    • Höskuldur Þráinsson fær goðorð og giftist Hildigunni Starkaðardóttur, frænku Flosa.
    • Víg Höskulds Njálssonar.

100.-159. kafli

Mynd: Eldsveitir.is

  1. Kristnitakan og afleiðingar hennar (100.-107. kafli)
  2. Víg Höskulds Þráinssonar (108.-112. kafli)
    • Mörður ber róg á milli Höskuldar og Njálssona.
    • Njálssynir, Kári og Mörður drepa Höskuld.
    • Hildigunnur eggjar Flosa til hefnda.
  3. Sáttaumleitanir við Flosa (113.-123. kafli)
    • Há sektargreiðsla á þingi.
    • Silkislæður og stígvél eyðileggja sættina.
  4. Njálsbrenna (124.-130. kafli)
    • Forspár og fyrirburðir.
    • Njáll vill ganga inn í húsið.
    • Flosi á aðeins tvo kosti, flýja eða kveikja í húsinu.
    • Kári sleppur úr eldinum.
  5. Hefnd Kára og lokasættir (131.-159. kafli)
    • Ósætti milli Kára og Flosa á Íslandi.
    • Framhald ósættisins erlendis.
    • Kári og Flosi sættast.