Sjálfstætt fólk
,,Þrá er sauðkindin en hvað er það á móts við kvenkindina”









Halldór Laxness

-Halldór Laxness fæddist 23. apríl 1902 í Reykjavík og lést 8. febrúar 1998.
-Hann gaf út sína fyrstu skáldsögu 17 ára gamall.
-Hann sendi frá sér 62 rit á 68 árum eða næstum bók á ári.
-Bókmenntaverðlaun Nóbels 1955.
-Sturluð staðreynd: Halldór er afi Dóra DNA.
Halldór var búsettur lengst af á Gljúfrasteini sem nú er safn en á vefsíðu þess má finna mikinn fróðleik um ævi hans og verk.
Verk

Halldór Laxness skrifaði 62 bækur á 68 árum:
-Skáldsögur
-Leikrit og leikgerð að einni skáldsögunni
-Endurminningarbækur
-Smásagnasöfn
-Greinasöfn
-Kvæðakver
-Ferðabækur
-Þýðingar
Bækur Halldórs hafa verið þýddar á 43 tungumál og komið út í meira en 500 útgáfum.
Halldór var annálaður upplesari. Hér má hlýða á skáldið lesa.
Sjálfstætt fólk – bakgrunnur

Kort af Jökuldalsheiði
Tími sögunnar:
-Bjartur hefur búsetu í Sumarhúsum 1899.
-Sama ár fæðist Ásta Sóllilja.
-Helgi fæðist 1900 eða 1901, Guðmundur ári síðar og Nonni um 1905.
-Sögulok eru 1921.

Útlaginn eftir Einar Jónsson
á bókarkápu fyrstu útgáfu

Sænautasel

Systkinin í Sænautaseli árið 1943
Sjálfstætt fólk – upphafið

Kólumkilli var írskur særingamaður sem dvaldi á Íslandi fyrir landnám.
- Þegar norrænir menn settust hér að flýði hann land
- Heiðnir menn lögðu á hann átrúnað og reistu honum kirkju.
- Löngu síðar var reistur bærinn Albogastaðir á sama stað. Þar var draugagangur.
Á 16. öld bjó Gunnvör á Albogastöðum ásamt ónafngreindum bónda sínum.
- Hún var hið mesta flagð og dýrkaði fjandann Kólumkilla.
- Gunnvör drap bónda sinn og börn og ferðamenn sem áttu leið um sveitina. Hún drakk blóð og át hold. Sumsé Jeffrey Dahmer þess tíma!
- Hún var síðan tekin af yfirvaldinu, limlest og dysjuð skammt frá Albogastöðum.
- Gunnvör gekk aftur og var mönnum ekki vært á Albogastöðum fyrr en prestur var fenginn til að ráða niðurlögum hennar.
- Dys Gunnvarar kallast Gunnudys og ferðamenn kasta í hana steini til að koma í veg fyrir óhöpp.
Albogastaðir fá nafnið Veturhús.
- Bjartur kaupir Veturhús og breytir nafninu í Sumarhús.
Félagslegt raunsæi

Halldór varð yfirlýstur sósíalisti:
Hann snýr sér að breiðum, þjóðfélagslegum skáldsögum sem eru bornar uppi af sterkri samúð með hinum undirokuðu:
• Salka Valka, 1931-1932.
• Sjálfstætt fólk, 1934-1935.
• Heimsljós, 1937-1940.
Einkenni félagslegs raunsæis:
-Sósíalískur boðskapur
-Samúðin er með lágstéttarfólki, verkalýð og bændum
-Stéttavitund áberandi