Hér má finna nokkur vel valin orð, stundum ábyrg og vel ígrunduð og stundum minna eða alls ekki.

  • Einstök og sérstök

    Þegar ein vinkona mín hlýddi á langt órímað ljóð sem geymdi frásögn af dularfullum atburði upp á heiði velti hún fyrir sér hver munurinn væri á ljóði og sögu. Mörkin eru alls ekki alltaf skýr enda rúmast hvorki skáldskapur né raunveruleiki endilega vel ofan í ferköntuðum boxum, sem síðan má stafla upp í minninu, eins

    Lesa meira

  • Hugleiðingar um metsölulista

    Fyrir jól birtast gjarnan metsölulistar hér og hvar sem gaman er að renna yfir til að sjá hvaða bækur eru vinsælastar hverju sinni. Það er sjálfsagt ánægjuefni fyrir höfund að sjá bók sína á slíkum lista því það er til marks um ánægju lesenda og ávísun á góða sölu. Metsölulistarnir birtast jafnan á neti, þar

    Lesa meira

  • Ég gleypti allar svefnpillurnar og drakk allt koníakið og svo er ég bara hérna

    Svartur hestur í myrkrinu eftir Nínu Björk Árnadóttur (1941-2000) kom út hjá Máli og menningu árið 1982. Bókin geymir 36 ljóð á 67 blaðsíðum og er skipt upp í tvo hluta. Sá fyrri ber yfirskriftina Með kórónu úr skýi og geymir 15 ljóð og sá seinni nefnist Fugl óttans en þar er 21 ljóð. Báðir hlutar gætu staðið sjálfstæðir og kannski fátt

    Lesa meira

  • Kvennafótbolti í karlkyni

    Ég horfði á kvennafótboltann í gær, mánudaginn 7. júlí, og fannst heldur þreytandi að vera nauðbeygð að fjalla um hann nær eingöngu í karlkyni. Þarna tókust á Spánverjar og Belgar en öll þjóðarheiti eru í karlkyni, a.m.k. sem ég man eftir í fljótu bragði. Síðan hrúgast upp karlkynsorðin: Liðsmenn, markmaður, þjálfari, dómari o.s.frv. Það var

    Lesa meira

  • Starfendarannsókn Steinunnar

    Steinunn Sigurðardóttir, Skálds saga – 74 kaflar úr höfundarlífinu, Mál og menning 2024, 244 bls. Steinunn Sigurðardóttir á að baki um 55 ára skáldaferil og man hún orðið tímana tvenna enda var öðruvísi umhorfs á ritvellinum þegar hún hætti sér inn á hann því þar áttu karlar sviðið. Steinunn var þó einungis 19 ára gömul þegar hún sendi

    Lesa meira

  • Á röngunni

    Það er búin að vera nokkur umræða, þó mestmegnis upphrópanir, um orðið vók (e. woke). Það er nú trúlega að bera í bakkafullan lækinn að hafa fleiri orð um það fyrirbæri enda liggur orðskýring fyrir, þó svo að (mis)skilningurinn á orðinu sé æði misjafn. Mig langar engu að síður að fjalla aðeins um það viðhorf

    Lesa meira