Orð
Hér má finna nokkur vel valin orð, stundum ábyrg og vel ígrunduð og stundum minna eða alls ekki.
-

Hugleiðing um hold
Þegar ég renni yfir fréttamiðlana á netinu kíki ég stundum á Dv.is. Þar er að finna dálk sem tíundar hvað ýmsar samfélagsstjörnur hafa haft fyrir stafni dagana á undan. Flestar þessara stjarna reynast vera konur og margar hverjar býsna fáklæddar. Nú er ég ekki spéhrædd og hræðist ekki hold yfirleitt. Mín vegna má fólk ganga
-

Náðir
Himinninnbreiðir dúnmjúkaværðarvoðyfir kyrrlátt strætið lesljósfær þó að logaum stund Mynd: JGT
-

Nornahamar nútímans
Þegar konur stíga fram og tjá sig um kynferðisofbeldi verður sumum mönnum (og stöku konu) á orði að þetta sé ekkert minna en nornaveiðar. Þetta er æði sérkennileg tenging við galdraöldina og þó svo að hugsað sé til yfirfærðar merkingar, því þá er jafnan átt við að veist sé að þeim sem eru með óvinsælar
-

Um konur og menn
Orðabókarskilgreiningar á orðinu „maður“ eru þrjár skv. malid.is. Í fyrsta lagi að maður sé „karl eða kona, manneskja.“ Dæmið um það er t.d. orðasambandið „þróun mannsins“. Önnur skýring á orðinu er „karlmaður“ og tekið er dæmið: „hún sá mann ganga yfir götuna.“ Þriðja skýringin er „eiginmaður“ og tekin er dæmi setningin: „maðurinn hennar er læknir.“
-

Blossinn og Týran
Blossinn þegar sviti hans perlaði á lendum mérfór reykskynjarinn í gang Týran Maður ræður víst ekkisínum samastaðsagði húnog leit á ókunnuga manninnsem lá við hlið hennar Ókunnugi maðurinnsvaraði enguhann var ekki vanur þvíað tala af sér Ert þú sami maðurinnog ég er búin að vera giftí 18 ár? Hann þrýsti út dálitlu loftimilli varannabylti sér
-

Sumt finnst ekki í orðabókum
Eldhús er ekki aðeins rými. Eldhús er lykt af soðinni ýsu og hamsatólg, kaffi og vindlareyk Eldhús er fréttir ríkisútvarpsins með hljóðlátu undirspili amboða Eldhús er kökumylsna á gólfi og heimilislegt tuð húsfreyjunnar Eldhús er skvaldur og hlátrasköll gestkomanda í húðlituðum sokkum Eldhús er orðaskak sem þéttir móðuna á einföldu glerinu Eldhús er ástand um