Hér má finna nokkur vel valin orð, stundum ábyrg og vel ígrunduð og stundum minna eða alls ekki.

  • Það skiptir engu

    það skiptir engu ég fór á mis við að velta því fyrir mér hvort þú yrðir drengur eða stúlka ég fór á mis við allar andvökunæturnar þegar þú vildir drekka, varst með magakveisu og tókst tennur ég fór á mis við að sjá örla fyrir fyrstu munnherkjunum sem ég hefði vissulega kallað bros ég fór

    Lesa meira

  • Umskiptingurinn í Hrólfsey – Orkneyskar þjóðsögur

    Einu sinni var kona í Hrólfsey sem eignaðist barn. Þetta var fallegt og heilbrigt barn og augasteinn hreykinna foreldra sinna. En það breyttist. Barnið lasnaðist og fór að veslast upp og horast. Móðirin varð afar áhyggjufull og bað vitra konu í héraðinu um hjálp. Vitra konan kom að sjá barnið og virti það lengi fyrir

    Lesa meira

  • Söknuður

    ég læt mig engu skipta þó að áður hafi verið ort um söknuðþað voru ekki mín orðenda hef ég engan hug á því að yrkja um söknuðég vildi aðeins að einhver segði mér hvernig ég rata aftur heim Ljóðið birtist í ljóðabókinni Ég fór hvergi: sjálfhverf ljóðMynd: JGT

    Lesa meira

  • Gleðikonan

    Gleðimaðurinn nýtur sín vel í samkvæmum og gleðskap [1] en það þykir mikilvægara að gleðikona gleðji fremur aðra en sjálfa sig, gleði konunnar er því hans. Þá kann einhver að segja: Gleði hennar felst í greiðslunni. Auðvitað kann gleði að vera fólgin í henni og að liggja útglennt fyrir framan pabba þinn eða bróður eiginmann

    Lesa meira

  • Orðin

    Ég hef ekki þrek í druslugöngu á hverjum einasta degi. Einfaldara væri að biðja fólk um að vanda mál sitt, kenna því að nota ekki: orð sem meiða, vanvirða, smækka, uppnefna – orð sem svíður undan því ljót orð verða ekki tekin til baka. Það er ekki hægt. Það er hægt að segja „fyrirgefðu“ en

    Lesa meira

  • Engin

    Sigga virti Guðnýju fyrir sér: „Er það virkilega? Og hvað eru þau orðin gömul?“ Guðný kafaði ofan í fyrirferðarmikla handtöskuna, sem hékk á stólbakinu, og rótaði þar um stund. Dró síðan upp mynd af allri fjölskyldunni; uppstilltri fyrir framan bláan bakgrunn og lýsingin svo hárnákvæm og fagmannleg að augun glönsuðu. „Ó, hvað þetta er falleg

    Lesa meira