
Mynd: JGT
Sniðmát fyrir skýrslu
Leikni- og hæfniviðmið:
- nýta málfræðihugtök af öryggi í umræðum um málið og þróun þess, menningu og sögu
- skrifa skýrslur, greinargerðir og ýmsa nytjatexta
- skrifa skýran, vel uppbyggðan og grípandi texta
- geta valið ritstíl eftir aðstæðum og viðtakendum
- beita gagnrýninni hugsun við úrvinnslu og lestur ólíkra texta
- sýna sjálfstæð vinnubrögð, bæði í hópvinnu og einstaklingsvinnu
Nafn skóla
Áfangi
Dagsetning
TITILL
Mögulegur undirtitill
Nafn kennara
Nafn nemanda
Hvenær fór athugunin fram?
-Dagur, mánuður, ár.
Hverjir unnu verkið?
-Nöfn allra í hópnum.
Tilgangur athugunar?
-Hvað er verið að skoða og hvers vegna? – RANNSÓKNARSPURNING!
FRÆÐILEGUR BAKGRUNNUR
Skilgreina vel viðfangsefnið.
Fjalla um kenningar eða niðurstöður annarra rannsókna um sama/svipað efni.
Hér eigið þið að vísa í heimildir.
Setja TILVÍSANIR þar sem notaðar eru beinar og/eða óbeinar tilvitnanir
og færa heimild í heimildaskrá.
LÝSING Á FRAMKVÆMD
Hvernig og hvar fór gagnaöflun fram?
Hverjir voru þátttakendur?
-Fjöldi, aldur, kyn
Hvernig var unnið úr gögnunum?
NIÐURSTÖÐUR
Niðurstöðukaflinn á að vera FYRIRFERÐAMESTI KAFLINN í skýrslunni
Hvað sýndu gögnin?
-Hér fer vel á línuritum, kökuritum o.þ.h.
Takið saman það sem ykkur fannst markverðast
Svara þarf rannsóknarspurningunni
Dragið ályktanir og tengið við fræðilega bakgrunninn
-Eru niðurstöður í sama anda og þær kenningar eða rannsóknir sem fjallað er um hér að ofan?
-Kom eitthvað á óvart?
Hér á að tína til allar tilvitnaðar heimildir í stafrófsröð.
Fylgja skal APA kerfinu
Hér má sjá hvernig Word getur haldið utan um heimildir og tilvísanir