Hér má finna nokkur vel valin orð, stundum ábyrg og vel ígrunduð og stundum minna eða alls ekki.

  • Gufan: Að sálast

    Í gufunni í morgun sat skammt frá mér eldri maður sem ók sér á bekknum, stundi mjög og rumdi. Mér leist ekki á blikuna og velti fyrir mér hvort ég ætti að spyrja hann hvort hann væri nokkuð að sálast. Ég kom mér nú ekki til þess því ég varð svo upptekin við að hugsa

    Lesa meira

  • Drykkjufólk er ekki bara leiðinlegt

    Í eina tíð var í tísku að reykja. Alls staðar var reykt, inni á skemmtistöðum, í flugvélum, kvikmyndahúsum, á skrifstofum og í kringum börn svo að fátt eitt sé nefnt. Það þótti eðlilegt að bjóða upp á sígarettur í veislum í heimahúsum og búa um þær i staukum, líkt og þær væru saltstangir. Í dag

    Lesa meira

  • Þú verður ekki söm

    Doris Lessing. Dagbók góðrar grannkonu. (Þuríður Baxter þýddi). Forlagið. 1988, 296 bls. Dagbók góðrar grannkonu er skáldsaga eftir Nóbelsverðlaunaskáldið Doris Lessing. The Diary of a Good Neighbour kom út í Bretlandi árið 1983 og í stórgóðri þýðingu Þuríðar Baxter árið 1988. Árið 1984 kom út framhaldið If the Old Could en Lessing gaf báðar sögurnar út undir dulnefninu Jane Somers. Síðan hafa sögurnar

    Lesa meira

  • Hjóm

    Á dúnbleiku skýi sitja þau öll mamma, pabbi, Ingiberg og Maddý við langt, dekkað borð drekka úr fíngerðum bollum úr rósóttu kaffistelli með litla fingur sperrtan út í loftið og kíma yfir bjástrinu á jörðu niðri

    Lesa meira

  • Minni Hallgerðar

    Frá Laugarnesinu má líta úfið haf og akurbleik fjöll og birtist þá Hallgerður ein af fáum konum Íslendingasagna, með nokkur hold á beinum. Hún fær þó heldur slæma útreið í karlasamfélagi Njálunnar. Barnung fær hún harðan og undarlegan dóm frá frænda sínum.[1] Líklega hefur hún ekki verið nógu undirleit þegar frændinn virti hana fyrir sér

    Lesa meira

  • Skötuveislan

    Finnst þér þetta virkilega gott? Já, mjög. En þetta er algjör óþverri! Af hverju segirðu það? Þetta er bara ógeðslegt! Mér finnst það ekki. Það er nú bara eitthvað að þér! Við erum nú alveg fleiri þarna úti sem borðum skötu. Ég skil það ekki. Það hlýtur að vera líffræðilega ómögulegt að koma þessu niður!

    Lesa meira