Hér verður safnað saman ýmsum hugtökum um íslenskt málfar.

  1. Nýyrði
  2. Nýmerking
  3. Tökuorð
  4. Slettur
  5. Slangur
  6. Hikorð
  7. Kynhlutlaus orð
  8. Leikir
  9. Málsnið

Orð sem hefur nýlega verið búið til eða tekið upp í málið til að nefna nýjar hugmyndir, hluti eða fyrirbæri. Nýyrði eru búin til úr íslenskum orðstofnum.

Dæmi:
Veffang (URL/website address)
Sjónvarp (television)
Tölvupóstur (e-mail)
Snjallsími (smartphone)

Þegar gamalt orð fær nýja merkingu, stundum við hlið þeirrar eldri. Orðið sjálft er ekki nýtt, en merkingin er ný.

Dæmi:
Veggur (bæði í húsi og á samfélagsmiðlum, t.d. „Facebook-veggur”)
Sími (áður: band)
Mús (bæði dýr og tölvutæki)
Gluggi (bæði í húsi og í tölvu)

Orð af erlendum uppruna sem hlotið hafa viðurkenningu í málinu sem góð og gild. Þau eru venjulega aðlöguð íslensku hljóð- og beygingarkerfi að meira eða minna leyti.

Dæmi:
Avókadó
Takk 
Pizza 
Jeppi


Orð af erlendum uppruna sem notuð eru í íslensku en njóta ekki viðurkenningar í málinu líkt og tökuorð. Margar slettur ná ekki að aðlagast hljóð- og/eða beygingakerfi íslenskunnar að fullu og bera jafnan með sér uppruna sinn og taka jafnvel ekki beygingu svo vel sé,

Dæmi:
Hint
Sorry 
Nice 
Great

Óformlegt mál sem er oft notað innan ákveðinna hópa eða kynslóða. Slangur er gjarnan á íslensku en einnig er talsvert um að notast sé við erlent slangur, sótt í ensku. Slangur á sér sjaldnast langan líftíma en hluti þess tekur sér þó bólfestu í almennum orðaforða og öðlast jafnvel viðurkenningu með tíð og tíma.

Dæmi:
Tea
Fíla
Fössari
Snappa

Orð eða orðasambönd sem einstaklingur notar of oft, oft ómeðvitað, sem uppfyllingu í málinu eða einungis af vana.

Dæmi:
Þú veist (þúst)
Sko 
Hérna
Þarna


Orð sem tilgreina ekki kyn viðkomandi eða sem hægt er að nota um öll kyn. Umræða um kynhlutlaus orð tengist oft jafnréttismálum og vilja til að gera málið þannig að það útiloki ekki fólk á grundvelli kyns.

Dæmi:
Hán (vísar til kynsegins fólks eða þegar kyn er óvíst)
Þau (notað sem kynhlutlaust fornafn)
Manneskja (í stað „maður” þegar átt er við fólk almennt)
Hjúkrunarfræðingur (í staðinn fyrir hjúkrunarkona)

Þessi leikur snýst um að tengja saman hugtökin hér á síðunni við rétta skilgreiningu:

Tengja hugtök við skilgreiningar

Leikurinn gengur út á að tengja orðin, sem tíunduð eru sem dæmi hér á síðunni, við réttan flokk:

Tengja orð við flokka

Glærur

Verkefni