Smásögur
Hér má nálgast glærur og verkefni um vel valdar smásögur frá ýmsum tímum.

Ósigur ítalska loftflotans í Reykjavík 1933
Halldór Laxness skrifar sennilega söguna á bilinu 1935-1936 en hún birtist fyrst í Rauðum pennum árið 1938. Sagan byggir að nokkru á sannsögulegum atburðum, þegar 24 ítalskar flugvélar lentu í Vatnagörðum með flugforingjann Balbo í broddi fylkingar, líkt og lesa má um hér.
Hér má nálgast söguna í Rauðum pennum. og hér má hlýða á Halldór Laxness lesa söguna.
Sori í bráðinu
Sori í bráðinu birtist fyrst í verki Halldórs Stefánssonar Sögur og smáleikrit sem kom út árið 1950. Halldór fjallar hér um grimmd mannsins á afar hugvitssamlegan og eftirminnilegan hátt sem vekur hugrenningar um hversu grunnt er á dýrslegu eðli mannskepnunnar.
Lögregluþjónninn
Lögregluþjónninn er eftir Kristínu Ómarsdóttur og er frá árinu 1991. Sagan er afar stutt og ljóðræn og má því skilgreina sem örsögu fremur en smásögu. Í sögunni leikur Kristín sér með hina hefðbundnu staðalmynd karlmennskunnar á sinn sérstæða og frumlega hátt.
Í hvaða vagni
Í hvaða vagni er eftir Ástu Sigurðardóttur og birtist fyrst í Tímariti Máls og menningar árið 1953. Sagan fjallar um utangarðspersónu í kaldranalegum heimi misréttis og stéttskiptingar. Hú ber ýmis einkenni módernismans, þar sem frekar er leitast við að lýsa hugarástandi aðalpersónunnar heldur en eiginlegum atburðum.